30kg múrinn!

Í gær var viktunardagur og fóru 900gr þessa vikuna. Það sem merkilegra er að ég rauf 30kg múrinn! Það er svo gaman þegar maður nær að haka við markmiðin sín og mikilvægt að fagna því! Þetta er allt eitthvað sem hjálpar manni að halda sig við efnið. Þegar ég fór í magabandsaðgerðina í október 2016 þá var ég 118,3kg og í gær þegar ég steig á viktina var ég 88,2kg.

Ég var í raun og veru hissa þegar ég steig á viktina að það hafi farið 900 gr því að hreyfingin var af skornum skammti í vikunni og mataræðið var ekki gott. Ég sagði frá því fyrir einum eða tveimur bloggum síðan að ég skráði allt inn á myfitnes pal og að ég væri nánast með "all my shit together" en svo kemur svona rugl vika eins og síðast. Ég var í einhverri ógurlegri lægð og var fljótlega hætt að skrá í fitnespalinn. Það sem maður getur verið flottur og sýndarlegur hérna í blogginu en er síðan bara í ruglinu korteri seinna.
Ég fékk slæmar fréttir sem fengu mjög á mig og ég viðurkenni það að kexpakkinn var fljótur að kalla og veita mér huggun. Það sem ég er þakklát fyrir bandið mitt sem veitir mér það aðhald sem ég þarf. Því það að detta svona af vagninum og geta ekki GÚFFAÐ í sig er blessun. Því hér áður fyrr þá hefði þessi slæma vika verið nóg til að láta mig lenda í slæmum vikum/mánuðum og svo framvegis.

Ég er alls ekki að gera allt 100% rétt og ég veit að ég á eftir að misstíga mig á leiðinni en það er ægilega gott að vita af því að ég hef bandið til þess að styðja við mig.

Í gær var 1. maí og ég var eitthvað búin að ræða það að skella inn einhverjum tölum fyrsta hvers mánaðar. Ég mældi cm þann 10. apríl síðastliðin og skráði í gamla átaksbók þar sem ég fann tölur frá 31.janúar 2016. Ég átti reyndar eftir að þyngjast um 15kg ca áður en ég færi í aðgerð 8 mánuðum seinna. Ég veit að þau tóku cm mælingar af mér fyrir aðgerðina. Væri skemmtilegt að fá þær tölur. Það að reyna muna eftir því að biðja um þær næst þegar ég fer í fyllingu.

Ég ætla að setja inn gömlu tölurnar frá janúar 2016, 10. apríl 2018 og núna 1. maí 2018.



 31. janúar 2016
 10. apríl 2018
 1.maí 2018
 Kg
 103,5kg
 92,5kg
 88,2kg
 Brjóst

 102cm
 99cm
 Upphandl
 43cm
 41og1/2cm
 40cm
 Mitti
 93cm
 89cm
 85cm
 Nafli
 121cm
 111cm
 107cm
 Rass
 124cm
 117cm
 117cm
 Læri
 73cm
 67og1/2cm
 65cm
 Kálfi

 45cm
 45cm


Markmið næstu 7 daga
Næstu 7 daga ætla ég að setja mér það markmið að passa upp á vatnið og drekka 2L á dag. Einnig hef ég sett mér 20 mínútna reglu. 20 mínútur MINIMUM í hreyfingu á dag.

Læt ykkur vita hvernig þetta fer.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Fyllingar

-1,2kg

Magabandið mitt