-1,6kg á einni viku.


Nú hef ég verið að reyna að passa uppá mataræðið síðustu vikurnar og skrái allt inn á my fitnespal. Það hefur svo sannarlega skilað árangri. -1,6kg á einni viku og -3,8kg frá 3.apríl.

Viktin sagði 90,3kg og er ég því 400gr frá því að komast LOKSINS undir þennan bjévítans TUG. Þeger ég hef farið í átök í gegnum árin þá hefur mér tekist að komast undir 100 og ætla mér ALDREI aftur að fara yfir 100. Þið kannist mörg hver við þann dans. En aldrei hefur mér tekist að komast undir 90 kg. Ég er því virkilega spennt fyrir komandi vikum og vonandi þarf ég aldrei að sjá töluna 90 aftur á blessuðu viktinni.



Mig langar aðeins að útskýra hvað ég á við þegar ég segist skrá allt í my fitnespal. Þá meina ég ALLT. Ef ég fæ mér ballerínukex þá fer það inn. Ekki til þess að mér líði illa yfir því hvað ég er að troða í mig eða hvað það nú gæti verið. Heldur einfaldlega bara til þess að gera mér grein fyrir því hvað það er sem ég er að borða og þá sé ég hvaða breytingar ég get gert ef ég hætti að léttast eða fer að þyngjast.

My fitnespal er app eða forrit sem ég er með í símanum mínum. Það er nánast allur matur til á skrá hjá þeim og því auðvelt að skella inn því sem maður er að borða. Svo er snilldar fítus að maður geti skannað inn strikamerkið af matnum og þá þarf maður bara að skrifa magnið.

Mæli klárlega með því að notast við þetta forrit ef þið eruð að koma ykkur í gírinn aftur eða bara aðeins til að skepra fókusinn.




Ég reyni að passa uppá að fá nægilegt prótein og hef miðað við 100 gr á dag. Það gengur svona nánast alltaf. Er oftast nálægt markmiðinu. Ef ég á hitaeiningar inni og er lág í próteini þá hef ég verið að fá mér eina hámark eða prótein stöng yfir sjónvarpsglápinu. Ég finn líka að ef ég passa próteinið að þá er ég stabílli og langar hreinlega ekki í sætindi.

Eins hef ég verið að reyna temja mér að hreyfa mig alltaf eitthvað á hverjum degi. Byrjaði á því að labba alltaf með strákinn á leikskólan. Ég er í fæðingarorlofi svo ég þarf ekki að rjúka beint í vinnu. Hef því ENGA afsökun fyrir því að labba ekki með strákinn. Svo hef ég verið að bæta við göngutúrum og fer 2-3 í viku.

Svo í síðustu viku þá gerði ég frábæra fjárfestingu. Ég keypti svo mikið sem HLAUPABRETTI. Jiiii þið trúið því ekki hvað ég er hamingjusöm með það. Í gær var skítaveður og ég ein heima með yngsta sofandi. Þá smellti ég mér á hlaupabrettið í 20 mínútna labb/skokk. Sveitt og sæl og vá hvað þetta gefur manni mikið þó að þetta séu bara 20 mín.


Verður spennandi að sjá hvort að hlaupabrettið hafi verið skynsamleg fjárfesting sem hjálpar mér og bandinu við barúttuna við aukakílóin eða hvort að þetta verði nýjasti fatarekkinn.  Ég er allavega það peppuð þessa dagana og ánægð með lífið að ég vona heitt og innilega að þetta hafi verið frábær fjárfesting.

Segjum þetta gott í bili.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Fyllingar

-1,2kg

Magabandið mitt