-1,2kg

Nú er ég svo aldeilis hissa, var svolítið stressuð að fara á viktina þar sem ég er ekki búin að vera alltof dugleg í mataræðinu. Nammidagur breyttist í nammihelgi og svo var smá kex og svona. En aftur á móti þá hef ég verið öflug í hreyfingunni og passa að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi.

Það er búið að vera svo yndislegt veður síðustu daga að ég hef yfirleitt tekið tvo göngutúra á dag eða tekið einn göngutúr og svo stutta skorpu á hlaupabrettinu til að svitna smá.

Áhyggjur mínar af viktinni voru óþarfar, -1,2kg þessa vikuna. Það MAGNAÐA er að ég rauf 90kg múrinn, nú er kjella 89,1kg takk fyrir pent! Hef ekki séð þessa tölu eða tölu undir 90 síðan ég var á tvítugsaldri.
Já núna er maður bara áttatíu og eitthvað kg í staðin fyrir nítíu eða hundrað+. Ég veit að maður á ekki að pæla bara í kg og allt það. En þegar maður er búinn að vera í rúman áratug að berjast við að komast niður fyrir hundrað og þurfa að gera það 2-3x þá er þetta bara svo yndisleg tilfinning! Nú eru þetta líka splúnkuný kg sem eru að fara ekki þessi sömu gömlu sem voru alltaf að koma og fara og koma og fara og koma.... hahaha Nú eru þau vonandi bara alfarin!!!!

Ég er að fara erlendis eftir 6 vikur með vinnufélögum mínum. Við erum að fara í skólaferð til Amsterdam og var ég að frétta að það er PRIMARK verslun þar. Þetta er sko módiverandi! Ætla að reyna skrúfa fókusinn og standa mig vel svo að maður geti nú kannski keypt smærri stærðir en í síðustu útlandaferð. Það væri ekki amarlegt að geta gellað sig smá upp og fá smá egóbúst að taka minni stærðir.

Jæja læt þetta babl duga í bili.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Fyllingar

Magabandið mitt