Færslur

30kg múrinn!

Mynd
Í gær var viktunardagur og fóru 900gr þessa vikuna. Það sem merkilegra er að ég rauf 30kg múrinn! Það er svo gaman þegar maður nær að haka við markmiðin sín og mikilvægt að fagna því! Þetta er allt eitthvað sem hjálpar manni að halda sig við efnið. Þegar ég fór í magabandsaðgerðina í október 2016 þá var ég 118,3kg og í gær þegar ég steig á viktina var ég 88,2kg. Ég var í raun og veru hissa þegar ég steig á viktina að það hafi farið 900 gr því að hreyfingin var af skornum skammti í vikunni og mataræðið var ekki gott. Ég sagði frá því fyrir einum eða tveimur bloggum síðan að ég skráði allt inn á myfitnes pal og að ég væri nánast með "all my shit together" en svo kemur svona rugl vika eins og síðast. Ég var í einhverri ógurlegri lægð og var fljótlega hætt að skrá í fitnespalinn. Það sem maður getur verið flottur og sýndarlegur hérna í blogginu en er síðan bara í ruglinu korteri seinna. Ég fékk slæmar fréttir sem fengu mjög á mig og ég viðurkenni það að kexpakkinn var fljótur

-1,2kg

Mynd
Nú er ég svo aldeilis hissa, var svolítið stressuð að fara á viktina þar sem ég er ekki búin að vera alltof dugleg í mataræðinu. Nammidagur breyttist í nammihelgi og svo var smá kex og svona. En aftur á móti þá hef ég verið öflug í hreyfingunni og passa að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi. Það er búið að vera svo yndislegt veður síðustu daga að ég hef yfirleitt tekið tvo göngutúra á dag eða tekið einn göngutúr og svo stutta skorpu á hlaupabrettinu til að svitna smá. Áhyggjur mínar af viktinni voru óþarfar, -1,2kg þessa vikuna. Það MAGNAÐA er að ég rauf 90kg múrinn, nú er kjella 89,1kg takk fyrir pent! Hef ekki séð þessa tölu eða tölu undir 90 síðan ég var á tvítugsaldri. Já núna er maður bara áttatíu og eitthvað kg í staðin fyrir nítíu eða hundrað+. Ég veit að maður á ekki að pæla bara í kg og allt það. En þegar maður er búinn að vera í rúman áratug að berjast við að komast niður fyrir hundrað og þurfa að gera það 2-3x þá er þetta bara svo yndisleg tilfinning! Nú eru þetta lí

-1,6kg á einni viku.

Mynd
Nú hef ég verið að reyna að passa uppá mataræðið síðustu vikurnar og skrái allt inn á my fitnespal. Það hefur svo sannarlega skilað árangri. -1,6kg á einni viku og -3,8kg frá 3.apríl. Viktin sagði 90,3kg og er ég því 400gr frá því að komast LOKSINS undir þennan bjévítans TUG. Þeger ég hef farið í átök í gegnum árin þá hefur mér tekist að komast undir 100 og ætla mér ALDREI aftur að fara yfir 100. Þið kannist mörg hver við þann dans. En aldrei hefur mér tekist að komast undir 90 kg. Ég er því virkilega spennt fyrir komandi vikum og vonandi þarf ég aldrei að sjá töluna 90 aftur á blessuðu viktinni. Mig langar aðeins að útskýra hvað ég á við þegar ég segist skrá allt í my fitnespal. Þá meina ég ALLT. Ef ég fæ mér ballerínukex þá fer það inn. Ekki til þess að mér líði illa yfir því hvað ég er að troða í mig eða hvað það nú gæti verið. Heldur einfaldlega bara til þess að gera mér grein fyrir því hvað það er sem ég er að borða og þá sé ég hvaða breytingar ég get gert ef ég

Fyllingar

Mynd
Eftir aðgerðina í október 2016 fór ég í tvær fyllingar áður en ég áttaði mig á því að ég væri ófrísk. Mig minnir að það hafi verið fyllt 2.0 í bæði skiptin og að þá hafi ég verið komin með 5,6 í bandið í heildina (er með 10ml band). Fljótlega lét ég taka 2.0 úr bandinu og var þannig þar til ca. mánuði fyrir settan dag þá tæmdi ég alveg úr bandinu. Í október 2017 ákvað ég að byrja aftur að fylla á bandið og í fyrstu fyllingu var skellt heilum 3.0 í bandið og svo strax í nóvember 2.0. Ég mæli ekki með því að það sé fyllt svona svakalega hratt. Ég átti ógurlega erfitt í desember og var iðulega að lenda í vandræðum og skila bitum sem sátu fastir. Í janúar fór ég og þá var ákveðið að taka bara róleg skref og þar sem ég hafði verið að léttast vel að það þyrfti ekkert að gera neitt dramatískt. Núna var fyllt á 0.2. Þar sem það hafði gengið vel þá ákvað ég að ég þyrfti ekki að koma aftur fyrr en eftir tvo mánuði. Það sem gerðist á þessum tveimur mánuðum var að ég fór að leita í mat sem átt

Magabandið mitt

Mynd
Ég hef verið að googla af mér allt vit og reyna að finna sniðugar blogsíður, snöpp, facebook síður  hjá einstaklingum sem hafa farið í magaband en ekki fundið margt. Svo mundi ég eftir þessari ágætu blogspot síðu minni og ákvað bara að nýta hana fyrir sjálfa mig. Ég ákvað haustið 2016 að gera eitthvað í mínum málum og takast á við offituvanda minn. Ég stefndi í óefni og vildi ekki lifa næstu 30+ árin í báráttu við aukakílóin. Ég þurfti augljóslega á einhverskonar hjálp að halda. Þar sem mamma mín hafði farið í þessa aðgerð nokkru áður og gengið vel þá ákvað ég að slá til. Ég fór í aðgerðina í byrjun október 2018 og var þá 118kg. Aðgerðin gekk vel, var ekkert sérlega verkjuð eftir hana nema auðvitað með einhverja fjandans loftverki upp í öxl, en þetta varð allt gott á 2-3 dögum. Kg byrjuðu að hrynja af nokkuð öruglega og í byrjun desember 2016 átta ég mig á því að ég er ófrísk. Ekki beint það sem var á dagskrá svona strax eftir aðgerð. En meðgangan gekk vel og missti ég einhver