Magabandið mitt


Ég hef verið að googla af mér allt vit og reyna að finna sniðugar blogsíður, snöpp, facebook síður  hjá einstaklingum sem hafa farið í magaband en ekki fundið margt. Svo mundi ég eftir þessari ágætu blogspot síðu minni og ákvað bara að nýta hana fyrir sjálfa mig.

Ég ákvað haustið 2016 að gera eitthvað í mínum málum og takast á við offituvanda minn. Ég stefndi í óefni og vildi ekki lifa næstu 30+ árin í báráttu við aukakílóin. Ég þurfti augljóslega á einhverskonar hjálp að halda. Þar sem mamma mín hafði farið í þessa aðgerð nokkru áður og gengið vel þá ákvað ég að slá til.

Ég fór í aðgerðina í byrjun október 2018 og var þá 118kg. Aðgerðin gekk vel, var ekkert sérlega verkjuð eftir hana nema auðvitað með einhverja fjandans loftverki upp í öxl, en þetta varð allt gott á 2-3 dögum.

Kg byrjuðu að hrynja af nokkuð öruglega og í byrjun desember 2016 átta ég mig á því að ég er ófrísk. Ekki beint það sem var á dagskrá svona strax eftir aðgerð. En meðgangan gekk vel og missti ég einhver 10 kg á þeim tíma. Yngsti stubburinn okkar bætti svo í heiminn í ágúst 2017 og um haustið ca. ári frá því ég fór í aðgerðina fór ég fyrst að "vinna með bandinu". Það gekk þrusu vel fram að jólum. Þá var ég í heildina búin að missa ca 26 kg á rúmu ári með því að hafa gengið með barn og ekki stundað neina líkamsrækt að viti.

Eftir jólin fór ég að slaka svolítið mikið á, er mikið ein heima með 3 gutta og þá er stundum auðvelt að lifa bara á súkkulaði og fá hröðu orkuna sem það hefur uppá að bjóða. Í fyrstu þá stóð ég bara í stað en svo hægt og hægt fór ég aðeins að bæta á mig. Rokkaði frá 92-94kg.


Núna í byrjun apríl þá átti ég alvarlegt spjall við sjálfa mig. Eða þið vitið í hausnum á mér. Ég hafði borgað 1 milljón fyrir þessa blessuðu aðgerð og var ekki að gera neitt til þess að vinna með bandinu. Bandið gerir þetta ekki á sjálfum sér. Þannig núna er ég að taka til í skápunum og reyni að halda mig frá súkkulaðinu að mestu leiti. Leyfi mér smá prótein súkkulaði með tebollanum seinnipartinn og slekkur það í sykurpúkanum. Er nokkurnvegin að núllstilla mig og koma mér af stað aftur.

Þriðjudagar verða viktunardagar héðan í frá og fáið þið að fylgjast með. Þetta verður ágætis spark í rassinn að hafa þetta svona fyrir opnum tjöldum.
Tók mig til og mældi cm og 1. maí ætla ég að mæla aftur. Þá skelli ég inn tölum cm tölum og jafnvel einhverjum myndum.

En í morgun var viktunardagur og sagði viktin 91.8 kg og fóru því einhver 1,6kg á einni viku. Vonandi gengur þetta svona vel í allavega nokkrar vikur. Það er svo hvetjandi þegar kg fara hratt. En ég er þó fullkomlega meðvituð um það að þetta er ekki kapphlaup.



Ætla að reyna að blogga hér inni reglulega. Skelli inn tölum á þriðjudögum en svo langar mig líka bara að setja inn dæmi af mataræði sem ég er að borða. Segja frá því þegar vel gengur og þegar maður dettur af hestinum eða þegar maður gleymir sér í græðgini og allt festist hjá manni.

En þetta fyrstamagabandsblog er náttúrulega bara orðin allt, allt, allt of langt!               

Heyrumst fljótleg.














Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Fyllingar

-1,2kg